Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 16:09 Brak úr rússneskri eldflaug lenti á þessum skóla í Kænugarði í nótt. AP/Vasilisa Stepanenko Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Brak úr eldflaugum sem hæfðar voru með loftvarnarkerfum féllu á Kænugarð og særðust þrír. Þar á meðal voru tvö leikskólabörn. Árásir voru einnig gerðar á Karkív, þar sem minnst þrettán borgarar eru látnir. Ein eldflauganna sem skotið var á Karkív er sögð hafa hæft munaðarleysingjahæli. Nýtt skólaár hefst í Úkraínu í dag. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að hluti eldflauganna sem skotið hefði verið að Úkraínu í nótt hefði komið frá Norður-Kóreu. Hann sagði alræðisstjórnir Rússlands og Norður-Kóreu ekki setja sér neinar takmarkanir á því hvaða skotmörk þær gætu skotið á en Úkraínumenn þyrftu að berjast með bundnar hendur vegna takmarkana sem bakhjarlar þeirra segja þeim. Kallaði Kúleba eftir því að þessar takmarkanir yrðu felldar úr gildi svo Úkraínumenn gætu beitt vestrænum vopnum gegn hernaðarlegum skotmörkum innan Rússlands. Áður hafa Úkraínumenn kallað eftir því að geta gert árásir á flugvelli þar sem flugvélar sem bera eldflaugar taka á loft og aðra staði þar sem eldflaugum og drónum er skotið að Úkraínu. This night, Ukrainian school-age children and their parents slept peacefully at home before the start of the school year.Russia launched a barrage of 35 missiles and 23 drones into Ukraine early this morning, while people were sleeping. Fortunately, Ukraine's air defense saved…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 2, 2024 Ræddi við skólabörn um stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að sókn Úkraínumanna inn í Kúrskhérað í Rússlandi myndi ekki stöðva framsókn Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem hersveitir Rússa hafa sótt hraðar fram á undanförnum vikum. Hann sagði einnig að sókn Úkraínumanna myndi misheppnast og að í kjölfarið myndu ráðamenn í Úkraínu falast eftir friðarviðræðum. Þetta sagði Pútín er hann ræddi við ung skólabörn í Kyzyl í Rússlandi í morgun. Vladimír Pútín ræddi við skólabörn í austurhluta Rússlands í morgun.AP/Kristina Kormilitsyna Það á sérstaklega við nærri borginni Pokrovsk í Dónetskhéraði. Rússar hafa um langt skeið sótt að borginni og hefur það gengið hægt. Sóknin hefur þó gengið hraðar á undanförnum vikum og hélt Pútín því fram að rússneskir hermenn væru hættir að sækja fram um tvö til þrjú hundruð metra í einu og væru þess í stað farnir að taka kílómetra á eftir kílómetra. „Við höfum ekki náð svona sóknarhraða í Donbas um langt skeið,“ sagði Pútín við börnin, samkvæmt frétt Reuters. NEW: Ukrainian forces reportedly conducted the largest series of drone strikes against targets within Russia on the night of August 31 to September 1.Ukrainian forces continued to conduct assaults in Kursk Oblast on September 1, but there were no confirmed Ukrainian advances.… pic.twitter.com/aqBzrDkDyv— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) September 1, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira