Upp með sokkana Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 3. september 2024 08:02 Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun