Skoðun

Tíma­móta­dagur

Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar

Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn.

Þetta er tímamótadagur því einstaklingar sem þjást af alvarlegri fíkn geta fengið hjálp fyrr, fengið viðeigandi aðstoð hjá SÁÁ til að bæta lífsgæði sín verulega. Jafnvel upplifað allt annað líf.

Þetta er tímamótadagur því hann formgerir samvinnu milli stofnana, viðurkennir hlutverk SÁÁ sem mikilvægan hlekk í heilbrigðiskerfinu, eykur samfellu milli þjónustuþrepa og bætir verulega, með styrkum stuðningi heilbrigðisyfirvalda, aðgengi fólks með fíknsjúkdóm að nauðsynlegri, sérhæfðri þjónustu SÁÁ.

Þetta er tímamótadagur því með nýjum viðauka mun vera hægt að mæta þörf fyrir lífsbjargandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, mæta ólíkum þörfum þeirra sem nota ópíóíða með skaðaminnkandi nálgun og auka aðgengi að samhliða sálfélagslegum stuðningi.

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson ásamt Sjúkratryggingum Íslands hafa með þessum viðauka sýnt það í verki að þau eru tilbúin til að horfast í augu við og mæta þörfum fólks með fíknsjúkdóma, hlusta á fagfólk og styðja það til góðra verka.

Fyrir það erum við þakklát í dag og hlökkum til áframhaldandi samtals um heildarsamning til lengri framtíðar um þjónustu SÁÁ.

Höfundur er formaður SÁÁ.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×