Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:47 Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Vísir/Vilhelm Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. „Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
„Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira