Fjórar myndir af Íslandi Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. september 2024 18:31 Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Efnahagsmál Píratar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun