„Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2024 21:31 Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton Brink „Ekkert spes fannst mér, fannst við ekkert sýna neinar sparihliðar og koma voðalega þægilegir inn í leikinn. ,“ sagði Aron Pálmarsson um frammistöðu FH í 27-23 sigri gegn Fram í 1. umferð Olís deildar karla í kvöld. Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“ Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“
Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira