Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 13:33 Angel Reese er frá út leiktíðina. Michael Hickey/Getty Images Nýliðinn og frákastadrottningin Angel Reese, leikmaður Chicago Sky, spilar ekki meira í WNBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð eftir meiðsli á úlnlið. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum sínum. Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð. Körfubolti WNBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Reese hefur ásamt Caitlin Clark verið ein helsta ástæða þess að áhugi á WNBA-deildinni hefur sjaldan verið meiri. Þær elduðu grátt silfur saman í háskólaboltanum og vöktu þar mikla athygli. Sú athygli elti þær inn í WNBA-deildina og voru báðar valdar í Stjörnuleik deildarinnar, svo öflugar hafa þær verið á sinni fyrstu leiktíð. Nú er ljóst að Reese spilar ekki meira að sinni eftir að hafa meiðst á úlnlið. „Þvílíkt ár. Ég hefði aldrei ímyndað mér að síðasta karfan mín á nýliðatímabili mínu yrði þristur en kannski var þetta guð að sýna þeim við hverju þau mega búast á öðru ári,“ sagði Reese í upphafi færslu sinnar. Hún sagðist jafnframt vera uppfull af tilfinningum vegna meiðslanna en að sama skapi mjög þakklát. Nú geti hún loks tekið sér smá pásu, andlega og líkamlega. What a year. I never would have imagined the last bucket of my rookie season would be a 3 but maybe that was God saying give them a taste of what they will be seeing more of in Year 2 lol🥲Through it all, I have showed that I belong in this league even when no one else believed.… pic.twitter.com/re1X85mWR2— Angel Reese (@Reese10Angel) September 8, 2024 Reese var sjöunda í nýliðavali deildarinnar fyrir tímabilið en hún kom úr meistaraliði LSU. Alls náði hún 26 tvöföldum tvennum á sínu fyrsta tímabili í deildinni, þar af 15 í röð. Hún endar tímabilið með 13,6 stig í leik og 13,1 frákast, sem er mest allra. Hún varð fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að ná 20 fráköstum eða meira í einum og sama leiknum. Það gerði hún þrjá leiki í röð. Alls tók hún 446 fráköst í 34 leikjum, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Reese vakti einnig athygli utan vallar þar sem hún mætti með rapparanum Megan Thee Stallion á Met Gala-viðburðinn og var í tónlistarmyndbandi hjá rapparanum Cardi B. A rookie season to remember for Angel Reese 👑 pic.twitter.com/eWUfwWQRDT— ESPN (@espn) September 8, 2024 „Í gengum þetta allt hef ég sýnt að ég á heima í þessari deild þó engin hafi haft trú á mér,“ segir Reese að lokum og lofar að hún muni halda áfram á komandi leiktíð.
Körfubolti WNBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira