Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar 9. september 2024 09:31 Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun