Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 07:42 Camilla Herrem og Þórir Hergeirsson hafa unnið fimmtán verðlaun saman á stórmótum með norska kvennalandsliðinu í handbolta. Getty/Igor Soban/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem þekkir það betur en flestir að spila undir stjórn Þóris Hergeirssonar með norska handboltalandsliðinu og hún hrósar íslenska þjálfaranum mikið. Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Þórir tilkynnti í gær að hann ætli að hætta með norska landsliðið eftir Evrópumótið í desember. Hann hefur þjálfað liðið í fimmtán ár og var þar á undan aðstoðarþjálfari liðsins í mörg ár. Herrem tók þátt bæði í fyrsta titli liðsins undir Þóris (EM 2010) og síðasta titlinum (ÓL í París 2014). Hún hefur alls verið með í fimmtán af sextán verðlaunaliðum norska handboltalandsiðsins undir stjórn Þóris. Vissi ekki hver ákvörðun hans var Herrem vissi ekki um ákvörðun hans fyrir fram og var mikið niðri fyrir þegar hún frétti af ákvörðun Selfyssingsins. Það þarf sérstakan þjálfara til að vinna svo lengi með sama lið og ná á sama tíma svo stöðugum árangri. Það er líka ljóst á viðtali við Herrem að það er persónan Þórir sem á risastóran þátt í árangrinum. Þórir er auðvitað frábær handboltaþjálfari sem gjörþekkir íþróttina. Hann er líka gríðarlega sterkur í samskiptum við leikmenn. Hann setur kröfur á leikmenn sína en þær geta um leið alltaf leitað til hans. Þórir Hergeirsson fylgist hér með norska liðinu á Ólympíuleikunum í París.Getty/Steph Chambers Ekki auðvelt fylla í hans skó „Hann hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir handboltann og landsliðið. Hann er stór maður og það verður ekki auðvelt fylla í hans skó,“ sagði Camilla Herrem í viðtali við Verdens Gang. Hún spurð hvað væri það besta við Þóri? „Hans leiðtogahæfileikar og hans persónuleiki. Hann er svo ótrúlega góð manneskja. Það er gott að tala við hann og þér líður eins og þú getir sagt honum allt. Ég get ekki sagt það sama með marga þjálfara, sagði Herrem. „Það er mikið traust í gangi og þú getur verið opinská og hreinskilin. Hann er mjög vingjarnlegur maður og ótrúlega góður leiðtogi, sagði Herrem. Hrikalega sorglegt Kom það henni á óvart að Þórir hafi ákveðið að hætta? „Bæði og. Ég veit að hann hugsaði mikið um þetta. Eins og hann sagði þá komst hann að þessari niðurstöðu eftir að rykið settist eftir Ólympíuleikana, sagði Herrem. „Það er enginn landsliðsþjálfari sem hefur verið í starfi sínu frá 2009. Hvað þá að ná þessum árangri á þessum tíma. Ég fékk hnút í magann þegar ég frétti þetta. Þetta er hrikalega sorglegt, sagði Herrem. Getty/Sanjin Strukic
Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða