Handtekinn í Dubaí Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 07:53 Danska lögreglan hefur ítrekað síðustu mánuði verið kölluð út vegna árása ungra liðsmanna sænsks glæpagengis á danskri grundu. Getty Þrítugur danskur karlmaður, sem sagður er einn af leiðtogunum í dansk-sænska gengjastríðinu sem blossað hefur upp síðustu mánuði, hefur verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt. Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt.
Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26