Skattfrjálsir sparnaðarreikningar hafa heppnast vel í Bretlandi

Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna.