Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði

Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn.
Tengdar fréttir

Markaðurinn er að átta sig á því að verðbólgan sé eins og „slæm tannpína“
Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.

Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu
Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka.

Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti
Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.

„Kaldar kveðjur“ að hið opinbera viðhaldi spennu á vinnumarkaði
Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.