Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 13:32 „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum“ segir Böðvar. Samsett/Vísir/Getty Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira