Órætt tíst Ísaks vekur athygli Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 15:01 Ísak Snær virðist ósáttur samræmi í lengd leikbanna ef litið er til banns fyrrum liðsfélaga hans fyrir tveimur árum síðan. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Í morgun var Guðmundur Kristjánsson dæmdur í eins leiks bann fyrir að slá Böðvar Böðvarsson, leikmann FH, í leik liðanna í upphafi mánaðar. Böðvar slapp alfarið við bann en hann gaf Guðmundi olnbogaskot áður en Guðmundur svaraði með kjaftshöggi. Dómari leiksins missti af atvikinu en aga- og úrskurðarnefnd tók það fyrir og studdist við myndbandsupptökur Stöðvar 2 Sport af atvikinu. Einhverjir vildu lengra bann á Guðmund fyrir að slá Böðvar í andlitið með þessum hætti og aðrir vildu sjá Böðvar fara í bann fyrir olnbogaskotið. Það virðist sem Ísak Snær sé þar á meðal en hvað hann er nákvæmlega ósáttur við liggur ekki ljóst fyrir. Í færslu sinni á X í dag birtir Ísak Snær skjáskot af frétt um Guðmund og Böðvar annars vegar, og skjáskot tveggja ára gamalli frétt um Omar Sowe, þáverandi liðsfélaga hans í Breiðabliki, hins vegar. Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann eftir samskonar skoðun aga- og úrskurðarnefndar á atviki sem dómari leiks missti af. Sowe veitti þá Brynjari Hlöðverssyni, þáverandi leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik Leiknis og Blika í Bestu deildinni. ??🤧 pic.twitter.com/0NNNu7CWSc— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) September 11, 2024 Ísak Snær setur við myndirnar tvær tvö spurningamerki auk tjákns. Yfir fjögur þúsund manns hafa séð færsluna og yfir hundrað lækað hana. Ísak virðist því óánægður með misræmi í lengd banns Sowe og Guðmundar, eða það misræmi að Sowe hafi farið í tveggja leikja bann og Böðvar sloppið alfarið. Ísak vildi ekki ræða málið við íþróttadeild Vísis þegar tal náðist af honum í dag og veitti ekki frekari skýringar á tísti dagsins.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan FH Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. 11. september 2024 13:32