„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 16:14 Ellert B. Schram greindist með Alzheimer-sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
KR-ingar hvetja fólk til að mæta á fræðslufund um heilabilun, í KR-heimilinu í kvöld klukkan 19:30, og á leikinn við Víkinga á morgun klukkan 17. Í myndbandi í tengslum við þetta framtak KR-inga tala börn Ellerts, þau Eva og Höskuldur Kári, um þá miklu breytingu þegar pabbi þeirra greindist með Alzheimer fyrir nokkrum árum. Ellert var á glæstum ferli meðal annars fjórum sinnum valinn knattspyrnumaður ársins og fimm sinnum Íslandsmeistari með KR, og eftir að takkaskórnir fóru á hilluna var hann til að mynda alþingismaður, formaður KSÍ og forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram tekur í spaðann á Ron Yeats, fyrirliða Liverpool, þegar liðin mættust í Evrópuleik á sjöunda áratugnum. Yeats lést um helgina eftir glímu við Alzheimer-sjúkdóminn. Héldu fyrst að um elliglöp væri að ræða „Af því að hann er svo líkamlegur og mikill íþróttamaður, alltaf að og alltaf hetjan í öllu sem hann gerir, og alltaf forseti og formaður, þá reyndist það mjög erfitt þegar hann núna hættir að geta verið sá maður. Hans kraftar hafa farið. Málstolið kemur inn, og það var líka hans stóri kraftur að geta talað og skrifað,“ segir Eva og bætir við: „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast. Viðkvæmnin, óttinn og hræðslan… allt þetta sem fylgir þessum sjúkdómi,“ en myndband KR-inga má sjá hér að neðan. „Það sem kom mér óþægilega á óvart er hvað þetta gerðist hratt um leið og stíflan brast. Þetta voru kannski sex mánuðir sem liðu frá því að maður gat haldið uppi samræðum við hann, þar til að hann þekkti mann ekki lengur,“ segir Höskuldur Kári. Pálmi missti móður sína Alzheimer-sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á líf fjölda Íslendinga, og í öðru myndbandi KR-inga ræðir fyrrverandi atvinnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason, nú framkvæmdastjóri KR, um móður sína, Björgu Jónsdóttur, sem féll frá í lok síðasta árs eftir glímu við Alzheimer. Björg, eða Bogga Jóns eins og hún var kölluð, var sjálf fjölhæf íþróttakona og mikil driffjöður í íþróttalífi Húsavíkur. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari í handbolta með Val og lék landsleiki í handbolta og blaki. „Það fyrsta sem við tókum eftir var að hún var aðeins farin að feila á verkum, og það var allt í einu orðið eitthvað skrýtið við hluti sem hún gerði svo vel. Það var byrjunin á verkstoli sem fylgdi henni svo restina,“ segir Pálmi. „Það var rosalega erfitt að horfa upp á hana fara svona því hún hafði alltaf verið svo frísk og heilbrigð. Manni fannst þetta svo ósanngjarnt. Hún lifði svo heilbrigðu lífi. Var á fullu í handbolta þegar hún var yngri og svo í eróbik og að kenna íþróttir. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Síðustu dagana sem við vorum hjá mömmu, og hún enn vakandi, þá var alltaf stutt í grínið hjá henni. Maður gat hlegið með henni fram á síðasta dag. Það var rosalega mikilvægt og þannig man maður eftir henni. Hún var svo ofboðslega góð kona,“ segir Pálmi en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ron Yeats látinn Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Melavellinum árið 1964. 7. september 2024 11:31