Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 18:17 Að athöfn lokinni frá vinstri Katrín Lilja Jónsdóttir dómnefndarfulltrúi, Yrsa Sigurðardóttir formaður dómnefndar, Ævar Þór Benediktsson og Einar Þorsteinsson borgarstjóri Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október. Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október.
Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira