„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:50 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira