Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar 13. september 2024 09:33 Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun