Virkjanaleyfið kært aftur Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 10:27 Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli. Landsvirkjun Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra. Í byrjun ágúst síðastliðins veitti Orkustofnun Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslund, þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft, sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Mikið hefur verið deilt um virkjunina en í upphafi mánaðar ákvað sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að kæra virkjanaleyfið, meðal annars með vísan til þess að virkjunin muni hafa áhrif á sveitarfélagið vegna nálægðar við það. Búrfellslundur er alfarið innan Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Önnur kæra bætist við Nú hafa náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sömuleiðis kært virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Búrfellslundar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Samtökin telja að virkjunarkosturinn hefði aldrei átt að rata í virkjanaflokk sökum gildis svæðisins fyrir útivist innlendra og erlendra ferðamanna sem heimsækja hálendið til að upplifa öræfakyrrð einna verðmætustu óbyggða Evrópu og þótt víðar væri leitað. Vindorkuverið yrði á sjálfu miðhálendi Íslands og mun samkvæmt rannsóknum skerða gildi ferðalaga almennings um hálendið og hafa áhrif á upplifun ferðamanna langt út fyrir sjálft virkjanasvæðið, eða yfir alla Sprengisandsleið, Fjallabak og önnur dýrmæt hálendissvæði þessum leiðum tengdum,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Vindmyllurnar myndu sjást víða að Þá segir að Búrfellslundur hafi verið flokkaður í biðflokk verkefnastjórnar rammaáætlunar árið 2016 sem og við framlagningu umhverfisráðherra á rammaáætlun 2022. Rök fyrir því hafi meðal annars verið að hann væri sá virkjanakostur sem myndi hafa næstmest neikvæð áhrif allra virkjanakosta á ferðamennsku og útivist. Í umsögn verkefnastjórnar rammaáætlunar árið 2016 hafi sagt: „Vindmyllurnar sjást langt að og það sem ferðamenn sjá og upplifa á einum stað hefur áhrif á upplifun þeirra af ferðalaginu í heild sinni. Áhrif framkvæmda á einum stað ná því yfir mun stærra svæði en sjálft framkvæmdasvæðið. Allir ferðamenn sem eru á leið um Sprengisandsleið eða Fjallabak munu sjá vindmyllurnar í Búrfellslundi og því hafa þær áhrif á mörg ferðasvæði sem tengjast Sprengisandsleið, svo og á mörg mjög verðmæt ferðasvæði á sunnanverðu hálendinu, svo sem Landmannalaugar, Heklu, Veiðivötn og Eldgjá. Með hliðsjón af [því] telur verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar óhjákvæmilegt, með tilliti til almannahagsmuna, að bíða með ákvörðun um ráðstöfun svæðisins.“ Kenna pólitískum hrossakaupum um Árið 2022 hafi pólitísk hrossakaup og þrýstingur Landsvirkjunar hins vegar orði til þess að við lokaafgreiðslu rammaáætlunar á Alþingi hafi Búrfellslundur verið færður úr biðflokki yfir í virkjunarflokk. Ríkisstjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafi þar gengið þvert á vísindaleg rök verkefnisstjórnar rammaáætlunar með vægast sagt vafasömum rökstuðningi. „Fjölmargir efnis- og formannmarkar eru á ákvörðun Orkustofnunar um að veita virkjunarleyfið. Ekki var litið til meginreglna náttúruverndarlaga, laga um stjórn vatnamála, sérstakrar verndar eldhrauna og landsskipulagsstefnu, svo nokkuð sé nefnt. Margvísleg lagaákvæði tengd umhverfismati framkvæmdarinnar voru brotin, enginn valkostur við staðsetningu virkjunarinnar hefur verið metinn þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Skipulagsstofnunar, ekki var lagt mat á stöðu óbyggðra víðerna eða áhrifa framkvæmdarinnar á þau. Þá var ekki litið til ósjálfbærni og niðurrifs spaða vindorkuversins.“ Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50 Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Í byrjun ágúst síðastliðins veitti Orkustofnun Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslund, þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft, sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Mikið hefur verið deilt um virkjunina en í upphafi mánaðar ákvað sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að kæra virkjanaleyfið, meðal annars með vísan til þess að virkjunin muni hafa áhrif á sveitarfélagið vegna nálægðar við það. Búrfellslundur er alfarið innan Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Önnur kæra bætist við Nú hafa náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sömuleiðis kært virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Búrfellslundar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Samtökin telja að virkjunarkosturinn hefði aldrei átt að rata í virkjanaflokk sökum gildis svæðisins fyrir útivist innlendra og erlendra ferðamanna sem heimsækja hálendið til að upplifa öræfakyrrð einna verðmætustu óbyggða Evrópu og þótt víðar væri leitað. Vindorkuverið yrði á sjálfu miðhálendi Íslands og mun samkvæmt rannsóknum skerða gildi ferðalaga almennings um hálendið og hafa áhrif á upplifun ferðamanna langt út fyrir sjálft virkjanasvæðið, eða yfir alla Sprengisandsleið, Fjallabak og önnur dýrmæt hálendissvæði þessum leiðum tengdum,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Vindmyllurnar myndu sjást víða að Þá segir að Búrfellslundur hafi verið flokkaður í biðflokk verkefnastjórnar rammaáætlunar árið 2016 sem og við framlagningu umhverfisráðherra á rammaáætlun 2022. Rök fyrir því hafi meðal annars verið að hann væri sá virkjanakostur sem myndi hafa næstmest neikvæð áhrif allra virkjanakosta á ferðamennsku og útivist. Í umsögn verkefnastjórnar rammaáætlunar árið 2016 hafi sagt: „Vindmyllurnar sjást langt að og það sem ferðamenn sjá og upplifa á einum stað hefur áhrif á upplifun þeirra af ferðalaginu í heild sinni. Áhrif framkvæmda á einum stað ná því yfir mun stærra svæði en sjálft framkvæmdasvæðið. Allir ferðamenn sem eru á leið um Sprengisandsleið eða Fjallabak munu sjá vindmyllurnar í Búrfellslundi og því hafa þær áhrif á mörg ferðasvæði sem tengjast Sprengisandsleið, svo og á mörg mjög verðmæt ferðasvæði á sunnanverðu hálendinu, svo sem Landmannalaugar, Heklu, Veiðivötn og Eldgjá. Með hliðsjón af [því] telur verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar óhjákvæmilegt, með tilliti til almannahagsmuna, að bíða með ákvörðun um ráðstöfun svæðisins.“ Kenna pólitískum hrossakaupum um Árið 2022 hafi pólitísk hrossakaup og þrýstingur Landsvirkjunar hins vegar orði til þess að við lokaafgreiðslu rammaáætlunar á Alþingi hafi Búrfellslundur verið færður úr biðflokki yfir í virkjunarflokk. Ríkisstjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafi þar gengið þvert á vísindaleg rök verkefnisstjórnar rammaáætlunar með vægast sagt vafasömum rökstuðningi. „Fjölmargir efnis- og formannmarkar eru á ákvörðun Orkustofnunar um að veita virkjunarleyfið. Ekki var litið til meginreglna náttúruverndarlaga, laga um stjórn vatnamála, sérstakrar verndar eldhrauna og landsskipulagsstefnu, svo nokkuð sé nefnt. Margvísleg lagaákvæði tengd umhverfismati framkvæmdarinnar voru brotin, enginn valkostur við staðsetningu virkjunarinnar hefur verið metinn þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Skipulagsstofnunar, ekki var lagt mat á stöðu óbyggðra víðerna eða áhrifa framkvæmdarinnar á þau. Þá var ekki litið til ósjálfbærni og niðurrifs spaða vindorkuversins.“
Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50 Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Sjá meira
Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50
Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16