Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:42 Stefán Árni Geirsson spilar að líkindum ekki meira með KR á tímabilinu. Vísir/HAG Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Guðmundur Andri kom til uppeldisfélagsins frá Val í sumar en á enn eftir að spila fyrir KR í sumar. Hann hefur glímt við meiðsli í hné og á hönd og ljóst að hann þarf að fara í aðgerð vegna handarmeiðsla sinna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við íþróttadeild. „Hann á bókaða aðgerð vegna handarbrots 25. september en ef hann verður búinn að jafna sig í hnénu þarf að fresta þeirri aðgerð,“ segir Óskar Hrafn. Það sé í það minnsta ljóst að Guðmundur Andri mun ekki spila gegn Víkingi seinni partinn í dag. „Hann verður allavega ekki með í næstu tveimur leikjum og framhaldið verður bara að koma í ljós. Forgangsverkefnið fyrir hann er að fá sig 100 prósent góðan og það þýðir að hann þurfi að taka minni þátt en meiri það sem eftir lifir tímabils þá tökum við enga áhættu með hann,“ segir Óskar Hrafn. Óskar segir að jafnframt sé útlit fyrir að Stefán Árni Geirsson taki ekki frekari þátt á tímabilinu. Hann tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí. „Það er sama með Stefán Árna. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri og verður að öllum líkindum ekki meira með,“ segir Óskar Hrafn. Pásan vel nýtt Að þeim tveimur undanskildum koma KR-ingar vel undan landsleikjapásunni sem var að klárast. Aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn við Víkinga. „Menn koma bara ferskir og fínir. Við vorum með tvo leikmenn í verkefnum og þeir koma báðir léttir til baka þannig að ég held að standið á hópnum sé eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar sem tók við KR á miðju tímabili í erfiðri stöðu og nýtti hléið vel til að stimpla inn sínar áherslur á æfingasvæðinu. „Pásan kom sér vel. Að ég held bæði fyrir leikmenn og þjálfara. Það er fínt fyrir leikmenn að hvíla hugann aðeins frá keppnisleikjum og vonandi er það svo þannig að þeim mun fleiri æfingum sem við náum saman að þeim mun betri bragur komist á liðið. Ég held við höfum nýtt þessa pásu vel,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira