„Þurfum að vera fljótir að læra“ Hinrik Wöhler skrifar 13. september 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson var fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig eftir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld. „Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu. Valur Olís-deild karla Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sport Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
„Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Dagskráin í dag: Tekst Víkingum hið ómögulega? Sport Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira