Oddviti segist ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 16:01 Snæbjörn, til vinstri, og Eggert Valur, til hægri, tókust á um vindmyllugarð í Búrfellslundi í Sprengisandi í morgun. Samsett Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir sveitarfélagið ekki geta gengið gegn ákvörðun Alþingis um að setja Búrfellslund í orkuvirkjanakost. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir málið ekki svo einfalt. Ákvörðun Alþingis sé ekki endanleg. Eggert og Snæbjörn ræddu orkumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rangárþing ytra gaf nýlega út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð og vinnubúðum en Orkustofnun hefur gefið út virkjanaleyfi í Búrfellslundi fyrir vindmyllulundi. Náttúrugrið hefur kært útgáfu virkjanaleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá hefur sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur einnig kært virkjanaleyfið. Eggert Valur segir sveitarstjórn hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð og vinnubúðum og áréttar að þær kærur sem hafi verið gefnar út séu á hendur virkjanaleyfinu sem Orkustofnun gaf út, ekki á framkvæmdaleyfi sem sveitarstjórn hafi gefið út. Eggert Valur segir það ekki óvænt að þau gefi út framkvæmdaleyfi. Sveitarstjórn hafi verið að vinna að þessu í langa hríð og öllum skipulagsþáttum verkefnisins. „Þetta er ekkert að detta af himnum ofan,“ segir Eggert Valur. Hann segist treysta því að það eigi að endurskoða skattaumhverfi orkumála og að hann verði að treysta að það verði klárað á þingi í vetur. Inngangurinn að hálendinu Samtökin Náttúrugrið hafa kært virkjanaleyfið á þeim forsendum að lög hafi verið brotin í meðferð málsins hjá Orkustofnun. Í grundvallaratriðum sé verið að reisa vindorkuver í miðhálendislínunni. Það séu allir staðir á hálendi skelfilegir fyrir slíka framkvæmd en þessi sérstaklega. „Þetta er inngangur að hálendinu,“ segir Snæbjörn og að þarna sé Sprengisandsleið, leið að veiðivötnum og að fjallabaki. Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu (Búrfellslundur)Mynd/Landsvirkjun Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þetta myndi hafa áhrif á upplifun ferðamanna yfir allan Sprengisand og að þeir sem komi úr hinni áttinni. Þá myndi þessi vindmyllugarður taka á móti þeim. „Þetta skerðir upplifun fólks af óbyggðum,“ segir Snæbjörn og að ekki sé aðeins um að ræða erlenda ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki. Íslendingar hafi einnig leitað upp á hálendi og það sé okkar helgidómur. Þá varði þetta líka lífríkið og ábyrgð okkar gagnvart umheiminum. Um sé að ræða merkilegustu óbyggðir heimsins og víðernasvæði í Evrópu. Vindmyllulundurinn verði að vera einhvers staðar Spurður um neikvæð áhrif af þessari framkvæmd segir Eggert að það verði að hafa í huga að virkjanakosturinn sé í nýtingaflokki. Það sé búið að taka ákvörðun um þennan virkjanakost á Alþingi. Hann hafi fullan skilning á því sem Snæbjörn segir. Svæðið sé viðkvæmt en ef að fólk ætli að byggja vindmyllulundi þá verði þeir að vera einhver staðar. Á svæðinu séu innviðir og að í umhverfismati hafi framkvæmdin breyst mikið. Framkvæmdin minnkað og staðsetningu breytt. „Auðvitað hefur þetta sjónræn áhrif en við metum þetta svo að það er búið að taka ákvörðun um þeta á Alþingi. Að byggja þennan virkjanakost og við höfum verið að vinna með þeim að því. Það er ekkert flóknara en það.“ Eggert Valur segir að í báðum kærunum sem komnar eru fram sé gagnrýni á þinglega meðferð. Hann hafi ekki skoðun á því. Það‘ sé samningur á milli Landsvirkjunar og forsætisráðuneytisins sem hafi verið skrifað undir um endurgjald á þessari lóð. „Þetta tilheyrir þjóðlendu og sveitarfélagið er ekki að selja þarna lóð undir þetta.“ Hann segir að það verði ekki deilt um það að svæðið sé við svokallaða Miðhálendislínu. Það sé samt þegar rask á svæðinu. Það sé búið að byggja þarna. Auk þess séu vindmyllur afturkræfar. „Það er hægt að taka þetta niður og líftíminn er gefinn upp í kringum 25 ár,“ segir hann og að sveitarstjórnin hafi unnið þetta verkefni áfram. Það sé ekki búið að gefa út endanleg leyfi en það sé búið að leyfa vegagerð og vinnubúðir. Snæbjörn segir þessu verkefni fylgja slóða sem séu um tíu kílómetra og jafnvel hundruð metra breiða. Vindmyllur séu stór mannvirki og það þurfi sem dæmi mikla steypu í kringum hverja túrbínu. „Fæstir myndu tala um þetta sem afturkræf mannvirki. Tæknilega séð er hægt að taka þetta niður á einhverjum tímapunkti en þegar það er búið að leggja í þessa vinnu þá verður hún ekki tekin niður svo auðveldlega,“ segir Snægjörn. Hvað varðar meðferð þingsins segir hann að framkvæmdin hafi fyrst verið sett í biðflokk og svo aftur 2022 en svo hafi þessu verið kippt yfir í orkunýtingarflott til að friðþægja einhvern. Það hafi verið aðrir kostir sem hafi verið metnir betri til að færa með tilliti til mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar á, til dæmis, ferðamenn og útivist. Ekki endanleg ákvörðun Eggert Valur segir sveitarstjórn hafa gert viðhorfskönnun á þessu og að 65 prósent hafi verið fylgjandi. Þá hafi þau reynt að meta hagræn áhrif framkvæmdarinnar og þau séu að reyna að vinna málið faglega. Til að tryggja að það verði eitthvað eftir í sveitarfélaginu. „Það liggur fyrir að það verði byggð starfsstöð Landsvirkjunar hjá okkur,“ segir hann og að það sé jákvætt skref í því tilliti að flytja opinber störf út á land. Þá sé búið að gera samning um brunavarnir í sveitarfélaginu líka. Hann segir að það megi þetta sem léttvægt en ítrekar svo aftur að það er ekki sveitarstjórnin sem tekur ákvörðun um nýtingarkostinn. Það sé Alþingi en að þau sinni skipulagshlutverki sínu í kringum ákvörðunina. Snæbjörn segir að sveitarfélagið geti ekki falið sig bak við ákvörðun Alþingis. Hún sé ekki endanleg því sveitarfélagið verði að meta sjálfstætt áhrifin. Þá segir hann það ekki skipta neinu máli að staðsetningin hafi verið færð lítillega. Starfsemin eigi ekki heima uppi á hálendi sama hvar það er. Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umhverfismál Sprengisandur Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50 Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Rangárþing ytra gaf nýlega út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð og vinnubúðum en Orkustofnun hefur gefið út virkjanaleyfi í Búrfellslundi fyrir vindmyllulundi. Náttúrugrið hefur kært útgáfu virkjanaleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá hefur sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur einnig kært virkjanaleyfið. Eggert Valur segir sveitarstjórn hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð og vinnubúðum og áréttar að þær kærur sem hafi verið gefnar út séu á hendur virkjanaleyfinu sem Orkustofnun gaf út, ekki á framkvæmdaleyfi sem sveitarstjórn hafi gefið út. Eggert Valur segir það ekki óvænt að þau gefi út framkvæmdaleyfi. Sveitarstjórn hafi verið að vinna að þessu í langa hríð og öllum skipulagsþáttum verkefnisins. „Þetta er ekkert að detta af himnum ofan,“ segir Eggert Valur. Hann segist treysta því að það eigi að endurskoða skattaumhverfi orkumála og að hann verði að treysta að það verði klárað á þingi í vetur. Inngangurinn að hálendinu Samtökin Náttúrugrið hafa kært virkjanaleyfið á þeim forsendum að lög hafi verið brotin í meðferð málsins hjá Orkustofnun. Í grundvallaratriðum sé verið að reisa vindorkuver í miðhálendislínunni. Það séu allir staðir á hálendi skelfilegir fyrir slíka framkvæmd en þessi sérstaklega. „Þetta er inngangur að hálendinu,“ segir Snæbjörn og að þarna sé Sprengisandsleið, leið að veiðivötnum og að fjallabaki. Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu vindorkuveri við Vaðöldu (Búrfellslundur)Mynd/Landsvirkjun Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þetta myndi hafa áhrif á upplifun ferðamanna yfir allan Sprengisand og að þeir sem komi úr hinni áttinni. Þá myndi þessi vindmyllugarður taka á móti þeim. „Þetta skerðir upplifun fólks af óbyggðum,“ segir Snæbjörn og að ekki sé aðeins um að ræða erlenda ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki. Íslendingar hafi einnig leitað upp á hálendi og það sé okkar helgidómur. Þá varði þetta líka lífríkið og ábyrgð okkar gagnvart umheiminum. Um sé að ræða merkilegustu óbyggðir heimsins og víðernasvæði í Evrópu. Vindmyllulundurinn verði að vera einhvers staðar Spurður um neikvæð áhrif af þessari framkvæmd segir Eggert að það verði að hafa í huga að virkjanakosturinn sé í nýtingaflokki. Það sé búið að taka ákvörðun um þennan virkjanakost á Alþingi. Hann hafi fullan skilning á því sem Snæbjörn segir. Svæðið sé viðkvæmt en ef að fólk ætli að byggja vindmyllulundi þá verði þeir að vera einhver staðar. Á svæðinu séu innviðir og að í umhverfismati hafi framkvæmdin breyst mikið. Framkvæmdin minnkað og staðsetningu breytt. „Auðvitað hefur þetta sjónræn áhrif en við metum þetta svo að það er búið að taka ákvörðun um þeta á Alþingi. Að byggja þennan virkjanakost og við höfum verið að vinna með þeim að því. Það er ekkert flóknara en það.“ Eggert Valur segir að í báðum kærunum sem komnar eru fram sé gagnrýni á þinglega meðferð. Hann hafi ekki skoðun á því. Það‘ sé samningur á milli Landsvirkjunar og forsætisráðuneytisins sem hafi verið skrifað undir um endurgjald á þessari lóð. „Þetta tilheyrir þjóðlendu og sveitarfélagið er ekki að selja þarna lóð undir þetta.“ Hann segir að það verði ekki deilt um það að svæðið sé við svokallaða Miðhálendislínu. Það sé samt þegar rask á svæðinu. Það sé búið að byggja þarna. Auk þess séu vindmyllur afturkræfar. „Það er hægt að taka þetta niður og líftíminn er gefinn upp í kringum 25 ár,“ segir hann og að sveitarstjórnin hafi unnið þetta verkefni áfram. Það sé ekki búið að gefa út endanleg leyfi en það sé búið að leyfa vegagerð og vinnubúðir. Snæbjörn segir þessu verkefni fylgja slóða sem séu um tíu kílómetra og jafnvel hundruð metra breiða. Vindmyllur séu stór mannvirki og það þurfi sem dæmi mikla steypu í kringum hverja túrbínu. „Fæstir myndu tala um þetta sem afturkræf mannvirki. Tæknilega séð er hægt að taka þetta niður á einhverjum tímapunkti en þegar það er búið að leggja í þessa vinnu þá verður hún ekki tekin niður svo auðveldlega,“ segir Snægjörn. Hvað varðar meðferð þingsins segir hann að framkvæmdin hafi fyrst verið sett í biðflokk og svo aftur 2022 en svo hafi þessu verið kippt yfir í orkunýtingarflott til að friðþægja einhvern. Það hafi verið aðrir kostir sem hafi verið metnir betri til að færa með tilliti til mögulegra áhrifa framkvæmdarinnar á, til dæmis, ferðamenn og útivist. Ekki endanleg ákvörðun Eggert Valur segir sveitarstjórn hafa gert viðhorfskönnun á þessu og að 65 prósent hafi verið fylgjandi. Þá hafi þau reynt að meta hagræn áhrif framkvæmdarinnar og þau séu að reyna að vinna málið faglega. Til að tryggja að það verði eitthvað eftir í sveitarfélaginu. „Það liggur fyrir að það verði byggð starfsstöð Landsvirkjunar hjá okkur,“ segir hann og að það sé jákvætt skref í því tilliti að flytja opinber störf út á land. Þá sé búið að gera samning um brunavarnir í sveitarfélaginu líka. Hann segir að það megi þetta sem léttvægt en ítrekar svo aftur að það er ekki sveitarstjórnin sem tekur ákvörðun um nýtingarkostinn. Það sé Alþingi en að þau sinni skipulagshlutverki sínu í kringum ákvörðunina. Snæbjörn segir að sveitarfélagið geti ekki falið sig bak við ákvörðun Alþingis. Hún sé ekki endanleg því sveitarfélagið verði að meta sjálfstætt áhrifin. Þá segir hann það ekki skipta neinu máli að staðsetningin hafi verið færð lítillega. Starfsemin eigi ekki heima uppi á hálendi sama hvar það er.
Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umhverfismál Sprengisandur Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50 Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02 Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Framkvæmdaleyfi að hluta í höfn fyrir lundinn umdeilda Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. 11. september 2024 15:50
Aukinn úrtölutónn í umræðum um loftslagsvá Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu. 7. september 2024 09:02
Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. 5. september 2024 19:01