Ákall um aðgerðir! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 16. september 2024 13:01 Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Gera þarf áhættumat miðað við mikla farþegaflutninga og þungaflutninga. Það má kalla guðsmildi að farþegarútan sem brann rétt fyrir utan göngin hafi ekki verið inn í göngunum og að farþegar hafi komist út og slökkvilið Ísafjarðarbæjar hafi getað athafnað sig og sjúkrabílar komist á staðinn og að hægt var að stöðva aðra umferð sem var mikil á föstudegi. Eins og aðstoðarslökkviliðsstjóri komst að orði „að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef eldurinn hefði kviknað í einbreiðum göngunum „ Einbreið göng rússnesk rúlletta . Rútan sem brann var í samfloti með fjörum öðrum rútum með alls um 300 farþega og auk þess mikil umferð annara bíla á föstudegi. Það hefði verið óvinnandi vegur að athafna sig í einbreiðum hluta gangnanna ,göngin hefðu fyllst af baneitruðum reyk mikill eldsmatur í klæðningu gangnaveggja og blásturskerfið magnar eldinn og engin flóttaleið. Nei ég held að enginn vilji hugsa þessa hugsun til enda en við þurfum samt að gera það. Getum ekki beðið. Koma þarf inn í samgönguáætlun strax áformum um breikkun einbreiðra ganga og þá hvortveggja Breiðadals og Súgandafjarðarleggsins en ráðmenn hafa ekki barist fyrir því sem skyldi en þessi atburður vekur menn vonandi. Það koma um 200 skemmtiferðarskip til Ísafjarðar ár hvert með þúsundir farþega og miklir farþegaflutningar eru með rútum í skoðunarferðir í hverri viku um svæðið og í gegnum Vestfjarðargöng og ekki síður í gegnum Súgandafjarðarafleggjarann ásamt miklum fiskflutningum. Þú byrgir ekki brunninn eftirá. Þessi alvarlegi atburður kallar á aðgerðir og má ekki verða sópað undir teppið. Hér fá stjórnvöld alvarlega viðvörun um atburði sem hefðu getað orðið hörmulegir ef þeir hefðu gerst nokkrum mínútum fyrr og tækifæri á að áhættuminnka afleiðingar slysa sem geta orðið í stórhættulegum einbreiðum göngum sem eru ólögleg í dag. Strax þarf að gera þær ráðstafanir sem draga úr slysahættu og koma breikkun einbreiðra Vestfjarðargangna á dagskrá í nútíma en ekki í fjarlægri framtíð það getur orðið dýrkeypt. Höfundur er varaþingmaður Suðureyri Súgandafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ísafjarðarbær Slysavarnir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta. Gera þarf áhættumat miðað við mikla farþegaflutninga og þungaflutninga. Það má kalla guðsmildi að farþegarútan sem brann rétt fyrir utan göngin hafi ekki verið inn í göngunum og að farþegar hafi komist út og slökkvilið Ísafjarðarbæjar hafi getað athafnað sig og sjúkrabílar komist á staðinn og að hægt var að stöðva aðra umferð sem var mikil á föstudegi. Eins og aðstoðarslökkviliðsstjóri komst að orði „að hann vildi ekki hugsa þá hugsun til enda ef eldurinn hefði kviknað í einbreiðum göngunum „ Einbreið göng rússnesk rúlletta . Rútan sem brann var í samfloti með fjörum öðrum rútum með alls um 300 farþega og auk þess mikil umferð annara bíla á föstudegi. Það hefði verið óvinnandi vegur að athafna sig í einbreiðum hluta gangnanna ,göngin hefðu fyllst af baneitruðum reyk mikill eldsmatur í klæðningu gangnaveggja og blásturskerfið magnar eldinn og engin flóttaleið. Nei ég held að enginn vilji hugsa þessa hugsun til enda en við þurfum samt að gera það. Getum ekki beðið. Koma þarf inn í samgönguáætlun strax áformum um breikkun einbreiðra ganga og þá hvortveggja Breiðadals og Súgandafjarðarleggsins en ráðmenn hafa ekki barist fyrir því sem skyldi en þessi atburður vekur menn vonandi. Það koma um 200 skemmtiferðarskip til Ísafjarðar ár hvert með þúsundir farþega og miklir farþegaflutningar eru með rútum í skoðunarferðir í hverri viku um svæðið og í gegnum Vestfjarðargöng og ekki síður í gegnum Súgandafjarðarafleggjarann ásamt miklum fiskflutningum. Þú byrgir ekki brunninn eftirá. Þessi alvarlegi atburður kallar á aðgerðir og má ekki verða sópað undir teppið. Hér fá stjórnvöld alvarlega viðvörun um atburði sem hefðu getað orðið hörmulegir ef þeir hefðu gerst nokkrum mínútum fyrr og tækifæri á að áhættuminnka afleiðingar slysa sem geta orðið í stórhættulegum einbreiðum göngum sem eru ólögleg í dag. Strax þarf að gera þær ráðstafanir sem draga úr slysahættu og koma breikkun einbreiðra Vestfjarðargangna á dagskrá í nútíma en ekki í fjarlægri framtíð það getur orðið dýrkeypt. Höfundur er varaþingmaður Suðureyri Súgandafirði.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar