Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2024 12:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitir Jóhanni Óla Hilmarssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jóhann Óli Hilmarsson, fuglavísindamaður og fuglaljósmyndari, hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór. Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór.
Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira