Að taka stjórn á eigin stefnu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. september 2024 13:30 Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að verða fyrir áhrifum umhverfisins, sérstaklega í ljósi þess að umfang áreitisins hefur stóraukist í gegnum árin með framförum í tækni og notkun snjallsíma. Þessi þróun býður upp á fullt af tækifærum og möguleikum sem auðvelda okkur lífið og ótal margar lausnir sem gefa lífinu lit. Á sama tíma kallar þetta á aukna ábyrgð að taka stjórn á eigin athygli og viðbrögðum, til að ná tökum á eigin lífi og stefnu. Hættan er að við færumst með straumum áreitanna í kringum okkur og bregðumst meira við heldur en að ákveða og velja svörun og viðbrögð við upplifunum okkur. Góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á eigin lífi og stefnu með verkfærum og tólum sem hafa verið til í mörg ár, þ.e. með því að vita hvaða sýn við höfum í eigin lífi og kortleggja út frá henni markmið sem hjálpa okkur að ná sýninni. Í framhaldi er síðan hægt að skipuleggja vikulega og mánaðarlega smærri markmið og aðgerðir sem hjálpa okkur að ná þessum stærri markmiðum í átt að sýn okkar. Það er svo mikilvægt að taka stjórnvölinn á því hvert við erum að stefna í lífinu, annars er hættan að við lendum í því að vera strengjabrúður áreitanna í kringum okkur og dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða án þess að við höfum stigið skref í áttina að draumum okkar sem dvelja innra með okkur og bíða eftir því að fá að raungerast. Dæmi um áhrifaríka æfingu sem þú getur gert til þess að taka stjórn á eigin stefnu í lífinu er að sjá fyrir þér jákvæða ímynd af þér og framtíðinni. Með þessari æfingu virkjar þú heilasvæði sem tengjast sköpunargáfu, svæði í framennisberki tengd stýringu á streituviðbragði og grunnsvæði heilans tengd hvatningu. Æfingin eykur líkurnar á því að þú náir markmiðum þínum í átt að framtíðarsýn þinni. 1) Komdu þér fyrir á þægilegum stað þar sem þú færð ró og næði. Lokaðu augunum og sjáðu fyrir þér líf þitt 3 - 5 árum seinna eins og allt sé eins og þú vilt hafa það. Þú getur valið ákveðið svið í lífinu eins og vinnuna, persónuleg sambönd eða heilsuna sem dæmi. Spurðu þig og sjáðu fyrir þér: ,,Hvernig manneskja viltu vera?”, ,,Hvað viltu vera að gera?” og ,,Hvað viltu vera búin að afreka?” 2) Opnaðu augun og skrifaðu hjá þér allt sem kom upp í huganum í æfingunni, í eins miklum smáatriðum og hægt er. Einbeittu þér að því sem var uppbyggilegt og skrifaðu í nútíð eins og þú sért nú þegar að lifa í þessari framtíð. 3) Skoðaðu hvaða gildi og styrkleikar þú hefur og veldu a.m.k. 3 - 5 af þeim sem þú metur mikilvæg til að ná þessari framtíðarsýn, t.d. þrautseigja, húmor, heilindi eða umhyggja. 4) Brjóttu niður framtíðarsýn þína í ákveðin, framkvæmanleg markmið. Hvaða skref þarftu að taka til að komast í átt að þessari framtíðarsýn? Forgangsraðaðu þessum markmiðum og settu þau á tímalínu. Gættu þess að hafa þau raunhæf og framkvæmanleg. 5) Fáðu traustan aðila með þér til að styðja þig í átt að sýn þinni - þjálfara, leiðbeinanda eða góðan vin. Það getur ýtt undir skuldbindingu og aukið líkurnar á að þú náir markmiðum þínum. 6) Skoðaðu og endurskoðaðu sýn þína reglulega, skráðu hjá þér tíma þar sem þú minnir þig á hana, endurskoðar sýnina og fagnar litlu skrefunum í átt að henni. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun