Fylgist með þessum í Meistaradeildinni: Stór nöfn á nýjum stöðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2024 07:02 Kylian Mbappé er loks gengin í raðir Real Madríd og pressan er gríðarleg. Hann hefur til þessa skorað reglulega í Meistaradeildinni en aldrei farið með sigur af hólmi. Breytist það í vor? Vísir/Getty Images Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna lista af leikmönnum sem vert er að fylgjast með í Meistaradeild Evrópu karla í vetur. Deildarkeppni Meistaradeildarinnar hefst í dag og er fjöldi leikja í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Kylian Mbappé og Jude Bellingham (Real Madríd) Sá fyrrnefndi er loks mættur til Real Madríd, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, og pressan er gríðarleg. Sá síðarnefndi [sjá mynd að ofan] þarf nú að standast þær væntingar sem eru gerðar til hans eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.AP Photo/Manu Fernandez Lamine Yamal (Barcelona) Þetta 17 ára undrabarn er líklega mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Líkt við Lionel Messi þegar kemur að hæfileikum þó leikstíll hans sé að mörgu ólíkur. Verður spennandi að sjá hann á stærsta sviðinu í vetur.Gongora/Getty Images Dani Olmo (Barcelona) Gekk í raðir Barcelona í sumar og hefur byrjað af krafti. Er því miður meiddur næstu vikurnar en gæti verið kominn til baka þegar Barcelona mætir Bayern München þann 23. október. Harry Kane (Bayern München) Tókst ekki að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en skoraði engu að síður 44 mörk. Tekst honum bæði að raða inn mörkum í vetur sem og að vinna titil? Tókst ekki að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en skoraði engu að síður 44 mörk. Tekst honum bæði að raða inn mörkum í vetur sem og að vinna titil?Mateo Villalba/Getty Images Micael Olise (Bayern München) Gekk í raðir Bayern eftir frábært tímabil með Crystal Palace. Þarf núna að sýna sig og sanna í stórliði þar sem samkeppnin er talvert meiri en hún var í Lundúnum.Alex Davidson/Getty Images Xavi Simons (RB Leipzig) Er mættur aftur á láni frá París Saint-Germain. Var frábær með Leipzig á síðustu leiktíð sem og Hollandi á EM í sumar. Gæti blómstrað enn frekar í vetur.Ian MacNicol/Getty Images Antonio Nusa (RB Leipzig) Þessi 19 ára gamli Norðmaður gekk til liðs við Simons og félaga í sumar frá Club Brugge í Belgíu eftir að vera orðaður við fjölda liða á Englandi. Hefur þegar skorað tvívegis fyrir Leipzig og vonast til að halda því áfram í Meistaradeildinni.Vísir/Getty Images Julián Alvarez (Atlético Madríd) Færði sig til Atlético frá Manchester City til að vera aðalmaðurinn. Þarf nú að sýna að hann hafi hvað til þarf.Getty Images/Rico Brouwer Conor Gallagher (Atlético Madríd) Var bolað frá Chelsea og ætlar nú að sýna hvað í sér býr á Spáni.Mateo Villalba/Getty Images Ademola Lookman (Atalanta) Hetja Atalana í úrslitum Evrópudeildarinnar síðasta vor. Stefnir nú á að endurtaka leikinn í deild þeirra bestu. Florian Wirtz (Bayer Leverkusen) Prímusmótorinn í frábæru liði Leverkusen á síðustu leiktíð sem vann bæði deild og bikar í Þýskalandi. Var í kjölfarið öflugur á EM og mun nú sýna listir sínar í Meistaradeildinni.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Jeremie Frimpong (Bayer Leverkusen) Stórskemmtilegur vængbakvörður sem ógnar sífellt með hraða sínu og krafti. João Neves (París Saint-Germain) Enn einn miðjumaðurinn sem Benfica selur dýrum dómum. Var orðaður við Manchester United en samdi á endanum við PSG. Er aðeins 19 ára gamall en þó leikið 75 leiki fyrir Benfica og 11 A-landsleiki. Desire Doue (PSG) Annar ungur og efnilegur leikmaður sem PSG keypti í sumar. Sóknarþenkjandi miðjumaður sem gæti blómstrað í skemmtilegu liði Parísar. Viktor Gyökeres (Sporting) Sænsk markamaskína sem hefur raðað inn í Portúgal síðan hann gekk í raðir Sporting. Orðaður við fjölda liða í sumar en mun leika með Sporting í vetur í því sem verður hans fyrsta tímabil í Meistaradeild Evrópu. Angel Gomes (Lille) Enskur miðjumaður sem vakti mikla athygli þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Er enn yngsti leikmaður sögunnar til að spila deildarleik fyrir Man United. Aðrir á listanum Georgi Sudakov (Shakhtar Donetsk) Arne Engels (Celtic) Martin Baturina (Dinamo Zagreb) Serhou Guirassy (Borussia Dortmund) Anatoliy Trubin (Benfica) Bobby Clark (Salzburg) Kenan Yildiz (Juventus) Johan Bakayoko (PSV) Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Kylian Mbappé og Jude Bellingham (Real Madríd) Sá fyrrnefndi er loks mættur til Real Madríd, sem eru ríkjandi Evrópumeistarar, og pressan er gríðarleg. Sá síðarnefndi [sjá mynd að ofan] þarf nú að standast þær væntingar sem eru gerðar til hans eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.AP Photo/Manu Fernandez Lamine Yamal (Barcelona) Þetta 17 ára undrabarn er líklega mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Líkt við Lionel Messi þegar kemur að hæfileikum þó leikstíll hans sé að mörgu ólíkur. Verður spennandi að sjá hann á stærsta sviðinu í vetur.Gongora/Getty Images Dani Olmo (Barcelona) Gekk í raðir Barcelona í sumar og hefur byrjað af krafti. Er því miður meiddur næstu vikurnar en gæti verið kominn til baka þegar Barcelona mætir Bayern München þann 23. október. Harry Kane (Bayern München) Tókst ekki að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en skoraði engu að síður 44 mörk. Tekst honum bæði að raða inn mörkum í vetur sem og að vinna titil? Tókst ekki að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi en skoraði engu að síður 44 mörk. Tekst honum bæði að raða inn mörkum í vetur sem og að vinna titil?Mateo Villalba/Getty Images Micael Olise (Bayern München) Gekk í raðir Bayern eftir frábært tímabil með Crystal Palace. Þarf núna að sýna sig og sanna í stórliði þar sem samkeppnin er talvert meiri en hún var í Lundúnum.Alex Davidson/Getty Images Xavi Simons (RB Leipzig) Er mættur aftur á láni frá París Saint-Germain. Var frábær með Leipzig á síðustu leiktíð sem og Hollandi á EM í sumar. Gæti blómstrað enn frekar í vetur.Ian MacNicol/Getty Images Antonio Nusa (RB Leipzig) Þessi 19 ára gamli Norðmaður gekk til liðs við Simons og félaga í sumar frá Club Brugge í Belgíu eftir að vera orðaður við fjölda liða á Englandi. Hefur þegar skorað tvívegis fyrir Leipzig og vonast til að halda því áfram í Meistaradeildinni.Vísir/Getty Images Julián Alvarez (Atlético Madríd) Færði sig til Atlético frá Manchester City til að vera aðalmaðurinn. Þarf nú að sýna að hann hafi hvað til þarf.Getty Images/Rico Brouwer Conor Gallagher (Atlético Madríd) Var bolað frá Chelsea og ætlar nú að sýna hvað í sér býr á Spáni.Mateo Villalba/Getty Images Ademola Lookman (Atalanta) Hetja Atalana í úrslitum Evrópudeildarinnar síðasta vor. Stefnir nú á að endurtaka leikinn í deild þeirra bestu. Florian Wirtz (Bayer Leverkusen) Prímusmótorinn í frábæru liði Leverkusen á síðustu leiktíð sem vann bæði deild og bikar í Þýskalandi. Var í kjölfarið öflugur á EM og mun nú sýna listir sínar í Meistaradeildinni.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Jeremie Frimpong (Bayer Leverkusen) Stórskemmtilegur vængbakvörður sem ógnar sífellt með hraða sínu og krafti. João Neves (París Saint-Germain) Enn einn miðjumaðurinn sem Benfica selur dýrum dómum. Var orðaður við Manchester United en samdi á endanum við PSG. Er aðeins 19 ára gamall en þó leikið 75 leiki fyrir Benfica og 11 A-landsleiki. Desire Doue (PSG) Annar ungur og efnilegur leikmaður sem PSG keypti í sumar. Sóknarþenkjandi miðjumaður sem gæti blómstrað í skemmtilegu liði Parísar. Viktor Gyökeres (Sporting) Sænsk markamaskína sem hefur raðað inn í Portúgal síðan hann gekk í raðir Sporting. Orðaður við fjölda liða í sumar en mun leika með Sporting í vetur í því sem verður hans fyrsta tímabil í Meistaradeild Evrópu. Angel Gomes (Lille) Enskur miðjumaður sem vakti mikla athygli þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Er enn yngsti leikmaður sögunnar til að spila deildarleik fyrir Man United. Aðrir á listanum Georgi Sudakov (Shakhtar Donetsk) Arne Engels (Celtic) Martin Baturina (Dinamo Zagreb) Serhou Guirassy (Borussia Dortmund) Anatoliy Trubin (Benfica) Bobby Clark (Salzburg) Kenan Yildiz (Juventus) Johan Bakayoko (PSV)
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira