Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2024 13:25 Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira