Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum.
Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er.
Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4
— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024
Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir.
Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt.
Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight.
— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024
The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3
Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu.
Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni.
The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR
— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024
Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir.