Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 11:11 Meta er eigandi nokkurra stærstu samfélagsmiðla heims eins og Facebook og Instagram. Rússneskir ríkisfjölmiðlar fá ekki lengur að leika lausum hala þar með áróður frá Kreml. AP/Jeff Chiu Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild. Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Rossiya Segodnya, RT og tengdir miðlar verða bannaðir á samfélagsmiðlum Meta, þar á meðal Facebook og Instagram, um allan heim á næstu dögum. Í tilkynningu vísar Meta til þess að miðlarnir taki þátt í áróðursherferð. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á RT og sakaði fjölmiðilinn um að vera framlengingu á rússnesku leyniþjónustunni sem taki þátt í stríði Rússa í Úkraínu og undirróðursherferð gegn vestrænum lýðræðisríkjum. RT hafi meðal annars staðið að baki fjáröflun til að kaupa búnað fyrir rússneska hermenn í Úkraínu. Þá reki RT vefsíður sem séu látnar líta út eins og alvörufréttavefsíður í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þær dreifi í raun rússneskum ríkisáróðri og upplýsingafalsi. Segja vestræn ríki í rasskellingarkeppni Rússnesku fjölmiðlarnir og stjórnvöld brugðust ókvæða við ákvörðun Meta. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnar Vladímírs Pútín, sagði fyrirtækið koma óorði á sjálft sig. Ákvörðunin geri það erfiðara að bæta samskipti Meta við rússnesk yfirvöld. Meta er skilgreint sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum og lokað er fyrir aðgang að bæði Facebook og Instagram í Rússlandi. RT sakaði vestræn ríki um að eiga í keppni sín á milli um hver gæti „rassskellt“ RT fastar til þess að reyna að líta betur út sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Rossiya Segodnya, sem er móðurfélag ríkisfréttastofunnar RIA Novosti og Sputnik, sagði að ákvörðun Meta hefði ekki áhrif á starfsemi þess. Það ætli að halda sínu striki. Ætlar að komast í kringum refsiaðgerðirnar Ríkismiðlarnir sættu ýmsum takmörkunum á miðlum Meta fyrir. Frá 2020 hafa færslur miðlanna verið merktar með sérstökum merkimiða fyrir ríkismiðla. Tveimur árum síðar var þeim bannað að kaupa auglýsingar á miðlunum og efni þeirra rataði síður í efnisveitur samfélagsmiðlanna. Þá lokaði Meta fyrir aðgang að rásum RT og Spútnik í Evrópu eftir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn þeim tóku gildi. Margarita Simonyan, aðalritstjóri RT og Rossiya Segodnya, með Vladímír Pútín Rússlandsforseta þegar hann veitti henni heiðursverðlaun í desember 2022.Vísir/EPA Aðalritstjóri RT, sem Bandaríkjastjórn segir virkan þátttakanda í áróðursherferð stjórnvalda í Kreml, hét því að finna glufur og komast í kringum refsiaðgerðir gegn fjölmiðlinum fyrr í þessum mánuði. Það var í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir peningaþvætti í tengslum við leynilegar greiðslur til bandarískrar íhaldssamrar hlaðvarpsveitu til þess að framleiða áróður í þágu rússneskra stjórnvalda á ensku. „Þau loka á okkur og við förum í gegnum gluggann. Ef þau loka glugganum förum við í gegnum loftgöt og við sjáum hvaða holur eru í stofnunum Bandaríkja Norður-Ameríku,“ sagði Margarita Simonyan frá RT. Hún talaði jafnframt fyrir því að rússnesk stjórnvöld sparkaði bandarískum fjölmiðlum og tæknirisum úr landi, þar á meðal Alphabet, sem á Google og Youtube, og Meta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Líkti hún þeim jafnframt við óvinaherdeild.
Meta Facebook Rússland Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. 5. september 2024 14:06