Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 18. september 2024 11:31 Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Sjúkratryggingar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar