Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 07:36 Á byggingarmarkaði eru helmingi færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélög áætluðu á byggingarhæfum lóðum í húsnæðisáætlunum sínum á síðustu tveimur árum. Vísir/Arnar Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að Grindavíkuráhrifin hafi verið mest í apríl og maí þegar Grindavíkurbúar hafi keypt heimili á nýjum stað og á sama tíma hafi uppkaup fasteignafélagsins Þórkötlu í hámarki. Félagið annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlisins í Grindavík. Á byggingarmarkaði eru helmingi færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélög áætluðu á byggingarhæfum lóðum í húsnæðisáætlunum sínum á síðustu tveimur árum. Í skýrslunni kemur fram að framboð íbúða hafi aukist talsvert milli mánaða en á landinu öllu hafi um 3.600 íbúðir til sölu í lok ágúst samanborið við um 3.300 íbúðir í lok júlímánaðar. Umsvif á fasteignamarkaði voru örlítið minni í júlí samanborið við júní en kaupsamningar í júlí voru 1.176 samanborið við 1.243 í júní. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði mun hafa fækkað um um 5,4 prósent í júlí frá fyrri mánuði. Kaupsamningum fækkaði mest á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða, en á höfuðborgarsvæðinu voru viðskiptin 661 talsins samanborið við 725 í júní. Munar þar mestu um að kaupsamningar um nýjar íbúðir hafi verið 115 talsins og hafi kaupsamningar um nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu ekki verið jafnfáir síðan í janúar á þessu ári. „Vegna mikillar veltuaukningar á fasteignamarkaði hefur birgðatími [sá fjöldi mánaða sem tekur að selja núverandi framboð miðað við það sem var selt í mánuðinum á undan] styst mikið það sem af er þessu ári. Í júlí lengdist birgðatíminn hins vegar í öllum landshlutum sem er til marks um að markaður leiti jafnvægis. Birgðatími íbúða bendir þó til þess að markaðurinn sé enn á valdi seljenda á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, en að annars staðar á landinu sé fasteignamarkaðurinn nær því að vera hvorki kaupenda- né seljendamarkaður,“ segir í skýrslunni. Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fram kemur að leigumarkaðurinn hafi tekið breytingum frá síðasta ári, en fleiri leigi nú af vinum og ættingjum heldur en áður, samkvæmt niðurstöðum úr árlegri leigumarkaðskönnun HMS. „Átta af hverjum tíu leigjendum leigja af nauðsyn og hefur leigjendum sem vilja vera á leigumarkaði fækkað töluvert á síðustu árum. Um 44% ráðstöfunartekna fer að meðaltali í greiðslu fyrir leigu á húsnæði, sem telst vera íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkaði í júní síðastliðnum, en með því urðu bæturnar stærri hluti af leigufjárhæð bótaþega en áður. Á sama tíma hefur húsnæðisbótaþegum fækkað, en þeir eru nú um 16 þúsund talsins. Líf og fjör á lánamarkaði í júlí Lánamarkaðurinn var virkur í júlí en hrein ný íbúðalán til heimila hafa ekki verið meiri á föstu verðlagi í einum mánuði síðastliðin þrjú ár, þrátt fyrir hátt íbúðaverð, háa vexti og þröng lánþegaskilyrði. Viðbúið er að greiðslubyrði margra heimila muni þyngjast fram á næsta vor, þar sem fjöldi óverðtryggðra lána á föstum vöxtum munu þá koma til vaxtaendurskoðunar. Helmingi færri íbúðir í byggingu en gert var ráð fyrir Á byggingarmarkaði eru helmingi færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélög áætluðu á byggingarhæfum lóðum í húsnæðisáætlunum sínum á síðustu tveimur árum. Í Kópavogi eru einungis 59 íbúðir í byggingu á meðan gert var ráð fyrir uppbyggingu rúmlega 1.400 íbúða á byggingarhæfum lóðum í bænum árin 2022 og 2023. Hægt hefur á vexti íbúðafjárfestingar eftir að kippur komst í hana í byrjun árs og er vöxturinn aðallega vegna verkefna á seinni byggingarstigum í stað nýrra verkefna,“ segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að Grindavíkuráhrifin hafi verið mest í apríl og maí þegar Grindavíkurbúar hafi keypt heimili á nýjum stað og á sama tíma hafi uppkaup fasteignafélagsins Þórkötlu í hámarki. Félagið annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlisins í Grindavík. Á byggingarmarkaði eru helmingi færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélög áætluðu á byggingarhæfum lóðum í húsnæðisáætlunum sínum á síðustu tveimur árum. Í skýrslunni kemur fram að framboð íbúða hafi aukist talsvert milli mánaða en á landinu öllu hafi um 3.600 íbúðir til sölu í lok ágúst samanborið við um 3.300 íbúðir í lok júlímánaðar. Umsvif á fasteignamarkaði voru örlítið minni í júlí samanborið við júní en kaupsamningar í júlí voru 1.176 samanborið við 1.243 í júní. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði mun hafa fækkað um um 5,4 prósent í júlí frá fyrri mánuði. Kaupsamningum fækkaði mest á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða, en á höfuðborgarsvæðinu voru viðskiptin 661 talsins samanborið við 725 í júní. Munar þar mestu um að kaupsamningar um nýjar íbúðir hafi verið 115 talsins og hafi kaupsamningar um nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu ekki verið jafnfáir síðan í janúar á þessu ári. „Vegna mikillar veltuaukningar á fasteignamarkaði hefur birgðatími [sá fjöldi mánaða sem tekur að selja núverandi framboð miðað við það sem var selt í mánuðinum á undan] styst mikið það sem af er þessu ári. Í júlí lengdist birgðatíminn hins vegar í öllum landshlutum sem er til marks um að markaður leiti jafnvægis. Birgðatími íbúða bendir þó til þess að markaðurinn sé enn á valdi seljenda á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, en að annars staðar á landinu sé fasteignamarkaðurinn nær því að vera hvorki kaupenda- né seljendamarkaður,“ segir í skýrslunni. Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum Fram kemur að leigumarkaðurinn hafi tekið breytingum frá síðasta ári, en fleiri leigi nú af vinum og ættingjum heldur en áður, samkvæmt niðurstöðum úr árlegri leigumarkaðskönnun HMS. „Átta af hverjum tíu leigjendum leigja af nauðsyn og hefur leigjendum sem vilja vera á leigumarkaði fækkað töluvert á síðustu árum. Um 44% ráðstöfunartekna fer að meðaltali í greiðslu fyrir leigu á húsnæði, sem telst vera íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkaði í júní síðastliðnum, en með því urðu bæturnar stærri hluti af leigufjárhæð bótaþega en áður. Á sama tíma hefur húsnæðisbótaþegum fækkað, en þeir eru nú um 16 þúsund talsins. Líf og fjör á lánamarkaði í júlí Lánamarkaðurinn var virkur í júlí en hrein ný íbúðalán til heimila hafa ekki verið meiri á föstu verðlagi í einum mánuði síðastliðin þrjú ár, þrátt fyrir hátt íbúðaverð, háa vexti og þröng lánþegaskilyrði. Viðbúið er að greiðslubyrði margra heimila muni þyngjast fram á næsta vor, þar sem fjöldi óverðtryggðra lána á föstum vöxtum munu þá koma til vaxtaendurskoðunar. Helmingi færri íbúðir í byggingu en gert var ráð fyrir Á byggingarmarkaði eru helmingi færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélög áætluðu á byggingarhæfum lóðum í húsnæðisáætlunum sínum á síðustu tveimur árum. Í Kópavogi eru einungis 59 íbúðir í byggingu á meðan gert var ráð fyrir uppbyggingu rúmlega 1.400 íbúða á byggingarhæfum lóðum í bænum árin 2022 og 2023. Hægt hefur á vexti íbúðafjárfestingar eftir að kippur komst í hana í byrjun árs og er vöxturinn aðallega vegna verkefna á seinni byggingarstigum í stað nýrra verkefna,“ segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Sjá meira