Forgangsorkan verður ekki skert Tinna Traustadóttir skrifar 19. september 2024 10:00 Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar