Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 11:34 Brynjar hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson mun taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, nái tillaga þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins að ganga. Brynjar sagði af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn í dag. „Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
„Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira