Við ræðum við lögreglustjórann á Vestfjörðum vegna hvítabjarnar sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum og var felldur í dag.
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um að hafa ætlað að hagnýta tvær stúlkur undir átján ára aldri, sem komu til landsins í mansali. Talskona Stígamóta rýnir í málið í beinni útsendingu.
Spennan magnast enn í Mið-Austurlöndum. Ísraelsmenn hafa í dag haldið úti árásum á hryðjuverkasamtökin Hezbollah í suðurhluta Líbanon. Þá hefur komið í ljós að Ísraelar sjálfir hafa selt Hezbollah símboða, sem þeir framleiddu í gegnum skúffufélög, síðustu ár. Slíkir símboðar sprungu víðs vegar um Líbanon og Sýrland á þriðjudag. Við rýnum í málið í kvöldfréttunum.
Og við verðum í beinni útsendingu frá bænastund í Dómkirkjunni, sem boðað var til vegna þeirra áfalla sem dunið hafa á samfélaginu undanfarið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.