Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 23:01 Mark Robinson var frambjóðandi Trump í forvali repúblikana í Norður-Karólínu. Hann líkti Robinson meðal annars við Martin Luther King. Vísir/EPA Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira