Búðu til pláss – fyrir öll börn Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. september 2024 07:45 „Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Félagasamtök Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun