Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 08:31 David Raya ver ótrúlega frá Mateo Retegui. getty/Roberto Tommasini Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02