Maðurinn var ungverskur ríkisborgari og hét Illes Benedek Incze. Hann var búsettur í Vík. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsókn á hvarfi mannsins fari fram hjá Lögreglunni á Suðurlandi en ekki sé talið að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti.
Fram kom í fréttum í vikunni að Incze hafi verið búsettur í Vík og að síðast hafi verið spurt til hans aðfaranótt mánudagsins 16. september. Björgunarsveit og lögregla tóku þátt í leit sem var svo frestað seinnipartinn á þriðjudag. Ekki höfðu þá fengist neinar nýjar vísbendingar um hvarf hans. í gær
Drónar og sporhundar voru notaðir við leit að manninum auk þess sem þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir svæðið. Greint var frá því í gær að þyrlusveitin hefði verið kölluð út eftir að sást til líks mannsins. Ekki hafi verið hægt að nálgast það öðruvísi.