Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 07:58 Íbúar á svæðinu fönguðu stórar sprengingar á mynd í nótt og í morgun. Önnur stór vopnageymsla í Rússlandi stendur í ljósum logum eftir árás Úkraínumanna í nótt. Stórar sprengingar urðu í vopnageymslunni í nótt og hafa fleiri sést í morgun. Árásin var gerð í bænum Tikhoretsk í Krasnodar Krai-héraði í Rússlandi og er þetta í annað sinn á nokkrum dögum sem miklar sprengingar verða í vopnageymslu í Rússlandi. Líklegast var notað við dróna en hversu marga og hverskonar dróna notast var við liggur ekki fyrir. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra Krasnodar Krai að tveir drónar hafi verið skotnir niður og eldar hafi kviknað þegar brak úr þeim féll til jarðar. Það er það sama og sagt var fyrir nokkrum dögum þegar umfangsmikil drónaárás var gerð í Tver-héraði í Rússlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert aðra árás á vopnageymsluna í Tver í nótt. Verið er að flytja íbúa af svæðinu við vopnageymsluna í Krasnodar Krai en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt RIA. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að 101 dróni frá Úkraínu hafi verið skotinn niður yfir Rússlandi í nótt. Blaðamaður Wall Street Journal segir fregnir hafa borist af því að Rússar hafi geymt eldflaugar frá Norður-Kóreu í Tikhoretsk en sömu fregnir bárust einnig af vopnageymslunni í Tver. Ukrainian drones visit another major Russian ammunition warehouse, this time in Tikhoretsk in northern Caucasus. Some reports say this is where Russia kept weapons supplied by North Korea. pic.twitter.com/DG5Fdjo8tv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 21, 2024 Sprengingar hafa enn heyrst í vopnageymslunni í morgun. /5. Detonation on the Tikhoretsk Munitions Storage Facility is still ongoing in the morning after tonight’s attack pic.twitter.com/jyPfQTm9z0— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 21, 2024 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Árásin var gerð í bænum Tikhoretsk í Krasnodar Krai-héraði í Rússlandi og er þetta í annað sinn á nokkrum dögum sem miklar sprengingar verða í vopnageymslu í Rússlandi. Líklegast var notað við dróna en hversu marga og hverskonar dróna notast var við liggur ekki fyrir. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra Krasnodar Krai að tveir drónar hafi verið skotnir niður og eldar hafi kviknað þegar brak úr þeim féll til jarðar. Það er það sama og sagt var fyrir nokkrum dögum þegar umfangsmikil drónaárás var gerð í Tver-héraði í Rússlandi. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert aðra árás á vopnageymsluna í Tver í nótt. Verið er að flytja íbúa af svæðinu við vopnageymsluna í Krasnodar Krai en enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt RIA. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að 101 dróni frá Úkraínu hafi verið skotinn niður yfir Rússlandi í nótt. Blaðamaður Wall Street Journal segir fregnir hafa borist af því að Rússar hafi geymt eldflaugar frá Norður-Kóreu í Tikhoretsk en sömu fregnir bárust einnig af vopnageymslunni í Tver. Ukrainian drones visit another major Russian ammunition warehouse, this time in Tikhoretsk in northern Caucasus. Some reports say this is where Russia kept weapons supplied by North Korea. pic.twitter.com/DG5Fdjo8tv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 21, 2024 Sprengingar hafa enn heyrst í vopnageymslunni í morgun. /5. Detonation on the Tikhoretsk Munitions Storage Facility is still ongoing in the morning after tonight’s attack pic.twitter.com/jyPfQTm9z0— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) September 21, 2024
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira