Fjárfesting í háskólum Magnús Karl Magnússon skrifar 22. september 2024 10:32 Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun