Lögreglunni barst tilkynning rétt fyrir 13 í dag um tvo nakta menn sem voru að baða sig í Hólmsá.
„Þegar lögregla kemur á staðinn er annar þeirra kominn nakinn upp á veg og þannig ástand á honum að það var farið með hann á bráðamóttökuna, frekar vegna andlegs ástands en annars, til að hann fengi viðeigandi þjónustu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri.
Á myndböndum má sjá mennina ganga eftir veginum og fyrir bílana, annar kviknakinn en en hinn ber að ofan, berfætur og í buxum.