Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:32 Samantha Smith, framherji Breiðabliks. Vísir/Diego Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Sjá meira
Samantha Smith hefur farið hamförum frá því að hún skipti frá FHL til Breiðabliks um mitt sumar en hún hafði þá lagt grunninn að því að FHL tryggði sæti sitt í Bestu deildinni, og reynir nú við annan deildartitil. Smith skoraði 15 mörk í 14 leikjum fyrir austan áður en hún flutti í Kópavoginn. Hjá Blikum hafði hún skorað fjögur í jafnmörgum leikjum fyrir leik gærdagsins við Þór/KA á Kópavogsvelli. Þar voru aðeins 14 mínútur liðnar þegar Smith var búin að skora þrjú. Mörkin því orðin sjö í fimm leikjum. Þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir settu þá eitt hver áður en Sandra María Jessen skoraði sárabótamark fyrir Norðankonur, hennar 22. mark í deildinni í sumar. Klippa: Skoraði þrennu á sjö mínútum Valur er aðeins stigi á eftir Breiðabliki þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Valskonur unnu 2-0 sigur á FH að Hlíðarenda í gær þar sem Nadía Atladóttir, fyrrum leikmaður FH, skoraði mark í sitt hvorum hálfleiknum fyrir Valskonur. Klippa: Mörk Nadíu fyrir Val gegn FH Á föstudag gerðu þá Víkingur og Þróttur 1-1 jafntefli í efri hluta Bestu deildinnar. Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir en Þórdís Nanna Ágústsdóttir jafnaði undir lok leiks. Klippa: Mörkin úr jafntefli Víkings og Þróttar Öll mörkin má sjá í spilurunum að ofan. Næstu helgi mætir Breiðblik FH-ingum í Kópavoginum en Valur sækir Víking heim. Fái liðin sama stigafjölda úr leikjum sínum verður hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 5. október næst komandi.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Sjá meira