Stuðningsmenn gengu berserksgang og þjálfarinn fann fyrir því Aron Guðmundsson skrifar 24. september 2024 11:01 Aleksandar Stanojević hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Partizan upp á síðkastið Skjáskot Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. Þetta var þriðji nágrannaslagurinn í röð sem Rauða stjarnan vinnur en leikur gærkvöldsins var sá stærsti síðan árið 1998 þegar að Rauða stjarnan vann viðureign liðanna þá einnig með fjögurra marka mun. Stuðningsmenn Partizan Belgrad sérstaklega erfitt að tapa fyrir erkifjendunum og frammistaða þeirra manna í gær vakti upp óeirðir. Það vakti sérstaka athygli að á blaðamannafundi eftir leik mætti þjálfari Partizan Aleksandar Stanojevic, sem var á sínum tíma leikmaður og hefur á þremur mismunandi tímapunktum á sínum þjálfaraferli tekið við þjálfun Partizan, með plástra á andlitinu. „Óánægðir stuðningsmenn okkar brutu gler í búningsklefanum en það er engin ástæða til þess að blása þetta upp,“ sagði Alexsandar sem gerði lítið úr málavendingunum. „Það urðu engin átök, engin líkamleg átök. Ekkert drama,“ bætti hann við og sagði tap gærkvöldsins það versta á sínum ferli. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Það er mér að kenna hvernig við töpuðum þessum leik. Okkur til skammar og fyrir mig versta tapið á ferlinum.“ Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Partizan á yfirstandandi tímabili og er liðið án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum og tapið í gær var það annað í röð í deildinni. Partizan er sem stendur í 9.sæti serbnesku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir sjö umferðir. Ellefu stigum á eftir Rauðu stjörnunni sem situr á toppi deildarinnar. Serbía Fótbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Þetta var þriðji nágrannaslagurinn í röð sem Rauða stjarnan vinnur en leikur gærkvöldsins var sá stærsti síðan árið 1998 þegar að Rauða stjarnan vann viðureign liðanna þá einnig með fjögurra marka mun. Stuðningsmenn Partizan Belgrad sérstaklega erfitt að tapa fyrir erkifjendunum og frammistaða þeirra manna í gær vakti upp óeirðir. Það vakti sérstaka athygli að á blaðamannafundi eftir leik mætti þjálfari Partizan Aleksandar Stanojevic, sem var á sínum tíma leikmaður og hefur á þremur mismunandi tímapunktum á sínum þjálfaraferli tekið við þjálfun Partizan, með plástra á andlitinu. „Óánægðir stuðningsmenn okkar brutu gler í búningsklefanum en það er engin ástæða til þess að blása þetta upp,“ sagði Alexsandar sem gerði lítið úr málavendingunum. „Það urðu engin átök, engin líkamleg átök. Ekkert drama,“ bætti hann við og sagði tap gærkvöldsins það versta á sínum ferli. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Það er mér að kenna hvernig við töpuðum þessum leik. Okkur til skammar og fyrir mig versta tapið á ferlinum.“ Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Partizan á yfirstandandi tímabili og er liðið án sigurs í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum og tapið í gær var það annað í röð í deildinni. Partizan er sem stendur í 9.sæti serbnesku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir sjö umferðir. Ellefu stigum á eftir Rauðu stjörnunni sem situr á toppi deildarinnar.
Serbía Fótbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira