Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 10:26 Svandís tilkynnti ákvörðun sína að loknum ríkisstjórnarfundi á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira