Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2024 12:10 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ekki koma á óvart að íbúðauppbygging hafi dregist saman miðað við núverandi vaxtaumhverfi. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Greint var frá því í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í morgun að alls hafi verið tæplega sautján prósent færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Sagði í tilkynningunni að ljóst megi vera að framkvæmdir séu að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki eigi að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. „Þetta er því miður ekkert að koma okkur á óvart. Við erum búin að sjá að þetta hefur verið á þessari leið í nokkurn tíma. Þess vegna höfum við verið í virku samtali við opinbera aðila um það að spýta í lófana,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir ASÍ ekki sjá neitt í kortunum sem bendi til að þetta fari að lagast. „Vextirnir eru eitt, lóðaskortur er annað. Við sjáum ekki að þetta lagist öðruvísi en það verði sett eitthvað alvöru átak í að fara að fjölga íbúðum.“ Óboðlegt að lánavextir séu upp undir fimmtán prósent Borið hefur á því að nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljist ekki eða seljist mjög hægt. Finnbjörn segir það ekki koma á óvart. „Íbúðir í dag eru komnar upp fyrir greiðslugetu almennings. Það hefur sýnt sig að undanförnu að þeir sem eru að kaupa eru atvinnufjárfestar,“ segir Finnbjörn. Það sé óboðlegt fyrir kaupendur að lánavextir séu allt upp í fimmtán prósent. „Á meðan stýrivextirnir eru með þessum hætti bæði selst ekki og menn eru ekki tilbúnir til að halda áfram eða fara af stað með nýjar íbúðir.“ Lögð var mikil áhersla á það við gerð kjarasamninga í vor að stjórnvöld tryggðu húsnæðisframboð og uppbyggingu íbúða. Það hlýtur að vera svekkjandi að þetta sé staðan? „Auðvitað er það það, það er ekkert að fara af stað.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Kjaramál ASÍ Tengdar fréttir Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55 Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. 24. september 2024 07:55
Pallborðið: Staða heimila og fyrirtækja og efnd loforða í kjarasamningsviðræðum Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. 24. september 2024 10:44
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17