Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 11:23 Rauðleit málningin sem var skvett á finnska þinghúsið í Helsinki í morgun átti ef til vill að minna á mórautt vatn. Vísir/EPA Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA
Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira