Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 12:03 Svona var umhorfs í bænum Ladek-Zdroj í suðvestanverðu Póllandi í síðustu viku eftir flóð þar. Gríðarleg úrkoma féll í Mið-Evrópu á fáum dögum fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13