Kristján Óli Sigurðsson, einn af stjórnendum hlaðvarpsins Þungavigtin, segir á X-síðu sinni, áður Twitter, að Tryggvi Hrafn sé ristarbrotinn og verði ekki meira með á leiktíðinni. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, vildi ekki staðfesta þær fregnir í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag.
Tryggvi Hrafn ristarbrotinn og missir af rest tímabilsins. #HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 24, 2024
Í viðtalinu segir Haukur Páll að meiðsli Tryggva Hrafns sé svipuð þeim sem hann glímdi við áður en hann ristarbrotnaði snemma á síðasta ári. Haukur Páll sagði þó að það væru allar líkur á því að Tryggvi Hrafn þyrfti að fara í aðgerð að tímabilinu loknu.
Tryggvi Hrafn hefur komið við sögu í 26 leikjum í deild og bikar í sumar og skorað 9 mörk.