Fréttastofa BBC greinir frá. Selenskí sagðist hafa upplýsingar undir höndum sem sönnuðu að stjórnvöld í Rússlandi notuðust við gervitungl frá öðrum þjóðum til að njósna og safna upplýsingum um kjarnorkuinnviði í Úkraínu.
„Geislavirkni virðir ekki landamæri og fjöldi þjóða gætu orðið fyrir áhrifum ef ráðist er á kjarnorkuver,“ sagði hann. Rússland hefur ítrekað ráðist á innviði sem sjá Úkraínu fyrir rafmagni og annarri orku síðan að innrásin hófst árið 2022.
Hann biðlaði til Sameinuðu þjóðanna að þrýsta á Rússa að stöðva framgöngu sína í Úkraínu og sagði öryggi í kjarnorkumálum skipta öllu máli.
Varað hefur verið við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið en verið er eins og er undir stjórn Rússa. Eldur kom upp í verinu í ágúst.
Kjarnorkuverið hefur orðið fyrir stanslausum árásum yfir gang stríðsins og hafa bæði Rússar og Úkraínumenn sakað hvorn annan um að bera ábyrgð á árásunum. „Orka má ekki vera notuð sem vopn,“ sagði Selenskí.
Selenskí hyggst funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris, frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta á meðan á dvöl hans í Bandaríkjunum stendur.