Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:59 Stuðningsmenn Palestínu mótmæla við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. AP/Julia Demaree Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira